Sending til:
Ísland
Hröð afhending - Sendingarkostnaður frá 1.590 kr2-3 virkir dagarAuðveld skil 30 dagar - 2.300 kr

Kaupskilmálar

1. Kaupskilmálar þessir

1.1. Kaupskilmálar þessir (“kaupskilmálarnir”) gilda þegar þú, sem einstaklingur, verslar á www.boozt.com/is/is og öðrum tengdum vefsíðum, þ. á m. í Boozt smáforritinu (“vefsíðan ”). Þegar þú verslar á vefsíðunni, stofnast samningur milli þín sem einstaklings og Boozt Fashion AB, fyrirtækjanúmer 556710-4699 að Hyllie Boulevard 35, 215 37 Malmö, Svíðþjóð (“Boozt”, “ okkar” eða “við”).

1.2. Þú getur haft samband við okkur á customerservice_is@boozt.com eða með því að hringja í +46105515968 (staðbundin símagjöld eiga við).

2. Samningur og pöntun

2.1. Boozt selur eingöngu til viðskiptavina sem eru einstaklingar (neytendur). Þegar þú verslar á vefsíðunni samþykkir þú þessa kaupskilmála sem gilda um alla sölu okkar. Til þess að ganga frá kaupum þarf heildarfjárhæð að vera að lágmarki 7.500 ISK. Þú þarft einnig að vera eldri en 18 ára og eiga rétt á að ganga til samninga á grundvelli viðeigandi laga, þ.e. vera ekki ólögráða.

2.2. Þegar þú hefur klárað kaupin þín þá munt þú fá senda kvittun á netfangið sem þú gafst upp í tengslum við kaupin. Kvittunin er staðfesting á því að við höfum móttekið pöntunina þína en er ekki staðfesting á að bindandi samningur hafi komist á. Bindandi samningi er eingöngu komið á þegar við staðfestum kaup þín og sendum loka pöntunarstaðfestingu ásamt kvittun. Áður en loka pöntunarstaðfesting og kvittun er send getum við hafnað pöntun þinni að fullu eða að hluta í samræmi við stefnu okkar um sanngjarna notkun, ef þú hefur veitt okkur rangar upplýsingar við greiðslu, ef okkur grunar tilraun til svika eða ef varan er uppseld. Í slíkum tilvikum munum við tilkynna þér um slíkt eins fljótt og auðið er.

2.3. Í tengslum við pöntun þína er persónulegur aðgangur búinn til á My Boozt. Með því að skrá þig inn á aðgang þinn getur þú hvenær sem er séð núverandi pantanir þínar, vörur sem þú hefur merkt sem uppáhald, skráð vöruskil o.s.frv.

2.4. Ef gefa á hina pöntuðu vöru sem gjöf getur þú valið að láta prenta gjafakvittun í tengslum við pöntunina. Í slíkum tilvikum getur viðtakandi gjafarinnar skipt henni með því að nota gjafakvittunina. Við þær aðstæður er hægt að skipta gjöfinni sem skilað er út fyrir gjafakort.

3. Verð og greiðsla

3.1. Við pöntun gilda verðin sem gefin eru upp á vefsíðunni á þeim tíma sem pöntun fer fram. Öll verð eru gefin upp í staðbundinni mynt að meðtöldum virðisaukaskatti.

3.2. Ef verð eða upplýsingar um vöruna eru rangar á vefsíðunni og þú áttaðir þig á því eða hefðir átt að gera þér grein fyrir því, mun verðið eða upplýsingarnar ekki eiga við um kaupin. Í slíkum tilvikum munum við hafa samband við þig eins fljótt og auðið er.

3.3. Við bjóðum upp á mismunandi greiðslumöguleika og þú getur valið hvaða greiðslumöguleika þú vilt nota. Þeir greiðslumöguleikar sem standa þér til boða koma ávallt fram í tengslum við pöntun þína. Viðbótarkostnaður gæti átt við, eftir því hvaða valkost þú velur. Þú getur lesið meira um greiðslumöguleika okkar og kostnað við þá hér . Við og greiðsluþjónustuveitendurnir höfum rétt til að velja hvaða greiðslumöguleika við bjóðum upp á, sem geta verið mismunandi frá einum tíma til annars.

3.4 Frátekt upphæðarinnar. Ef þú borgar með alþjóðlegu greiðslukorti er upphæðin frátekin strax. Peningarnir eru geymdir á kortinu þínu eða reikningi þar til: 1) við tökum upphæðina út þegar við sendum vörurnar; eða 2) þar til upphæðinni er sleppt eins og samið hefur verið um við kortaútgefanda þinn. Þú getur fengið frekari upplýsingar um reglur um tiltekið kort hjá kortaútgefanda þínum.

4. Gjafakort og innleggsnótur

Boozt gjafakort gilda í þrjú ár og geta verið notuð sem greiðslumáti á vefsíðunni. Þú getur notað nokkur gjafakort fyrir sömu kaup og notað gjafakort sem hluta af greiðslu fyrir kaup. Ef verðmæti gjafakortsins er meira en núverandi kaupupphæð verður umframupphæðin geymd á gjafakortinu og getur hún verið notuð við síðari kaup og fram að lokum gildistíma gjafakortsins. Þegar rétturinn til að falla frá samningi samkvæmt 8. kafla er liðinn getur þú ekki skipt gjafakorti fyrir reiðufé. Ef þú hefur fengið innleggsnótu er hún gild í þrjú ár frá útgáfudegi.

5. Sending og afhending

5.1. Vörur eru afhentar þér með þeim afhendingarmöguleika sem þú velur við greiðslu. Þú finnur frekari upplýsingar um valkosti þína á vefsíðunni og við greiðslu. Sendingargjöld geta átt við eftir því hvaða afhendingarmöguleika þú velur og hver heildarfjárhæð pöntunar er. Við pöntun á vörum úr úrvali Boozt af stærri/þyngri vörum gæti meðhöndlunargjald átt við. Þú finnur allar upplýsingar um afhendingarmöguleika og sendingarkostnað hér.

5.2. Áætlaður afhendingartími kemur fram á vefsíðunni og á pöntunarstaðfestingunni og getur verið mismunandi eftir því hvaða afhendingarmöguleika þú velur. Áætlaður afhendingartími sem tilgreindur er á vefsíðunni er reiknaður frá loka pöntunarstaðfestingu en ekki frá þeim tíma sem þú lagðir inn pöntun. Við kappkostum alltaf við að afhenda pöntunina þína innan fjölda áætlaðra virkra daga fyrir afhendingu, sem fram kemur á vefsíðunni og í pöntunarstaðfestingu þinni.

5.3. Eignarhald og áhætta á vörunum fer frá Boozt til þín sem viðskiptavinur þegar þú hefur fengið vörurnar frá dreifingaraðilanum. Ef þú hefur samþykkt að dreifingaraðilinn skilji sendinguna eftir fyrir utan dyrnar þínar telst þú hafa fengið vörurnar þegar varan er skilin eftir fyrir utan dyrnar, eins og staðfest er með GPS staðsetningu eða mynd dreifingaraðilans. Eftir móttöku berðu ábyrgð á áhættuna ef pakkanum er stolið.

5.4. Kaupskilmálar þessir gilda um afhendingu innan Íslands. Þú finnur upplýsingar um takmarkanir á afhendingu hér .

6. Ósóttir pakkar

Þú berð ábyrgð á því að taka við eða sækja pakkann þinn í samræmi við leiðbeiningarnar sem þú færð í tengslum við afhendingu. Pakkar sem eru ekki sóttir innan þess tíma sem tiltekinn er í afgreiðslutilkynningu verða sendir aftur í vöruhús okkar. Við höfum rétt á að leggja á gjald að fjárhæð 3.000 ISK sem samsvarar kostnaði okkar við sendingu í þeim tilvikum þar sem þú sækir ekki pakkann þinn. 

7. Tilboð, afsláttarkóðar og gjafir

7.1. Við kunnum öðru hverju að bjóða upp á kynningar, afsláttarkóða, gjafir og önnur tilboð („tilboð“). Slík tilboð gilda aðeins í þann tíma sem tilgreindur er í tengslum við tilboðið og svo lengi sem varan er til á lager, og með þeim skilmálum sem tilgreindir eru í tengslum við tilboðið. Tilboð geta ekki verið sameinuð með öðrum afslætti nema það sé sérstaklega tekið fram á vefsíðunni. Þú þarft að fylla út afsláttarkóðann fyrir tilboðið eða á annan hátt grípa til nauðsynlegra aðgerða áður en þú gengur frá kaupunum til þess að nýta tilboðið. Ef þú skilar pöntuðum vörum, þá getur það þýtt að þú uppfyllir ekki lengur þau tilteknu skilyrði sem gilda um tilboðið, sem getur þýtt að í slíkum tilvikum þarftu að skila gjöfinni eða að þú getir ekki lengur fengið tiltekinn afslátt. Ef þú uppfyllir ekki lengur skilyrði fyrir núverandi gjöf vegna skila sem lokið er og kýst að skila ekki gjöfinni, munum við draga frá andvirði gjafarinnar áður en við endurgreiðum. Kaupskilmálar þessir gilda einnig um tilboð.

7.2. Við lok eða afturköllun tilboðs gilda kaupskilmálar þessir um vörurnar sem voru áður háðar tilboði.

8. Réttur til að falla frá samningi og skil

8.1. Samkvæmt neytendaverndarlöggjöf ESB hefur þú rétt á að hætta við kaup þín innan 14 daga frá þeim degi sem þú, eða annar einstaklingur fyrir þína hönd, hefur fengið vöruna sem þú keyptir á vefsíðunni í þína/sína vörslu.

8.2. Til viðbótar þessu gefum við þér auka 16 daga (samtals 30 daga) fyrir skil. Hins vegar bjóðum við ekki upp á skil á vörum sem eru ekki alveg ónotaðar, sem þú getur lesið meira um hér að neðan.

8.3. Þegar þú nýtir lögbundinn rétt þinn til að falla frá samningi innan 14 daga hefur þú rétt á að opna umbúðirnar og skoða vöruna að því marki sem þarf til að meta eðli hennar, gæði og virkni. Í slíkum tilvikum átt þú rétt á fullri endurgreiðslu ef þú tilkynnir okkur innan 14 daga frá þeim degi sem þú fékkst vöruna í þína vörslu. Ef þú meðhöndlar vöruna umfram það sem nauðsynlegt er til að meta eðli hennar, gæði og virkni höfum við rétt á að draga fjárhæð frá endurgreiðslunni. Lestu meira um hvað þetta þýðir neðar í kafla 8.11.

8.4. Ef þú notar réttinn þinn til að skila í tengslum við allar vörur sem eru innifalin við kaup(full skil), munum við endurgreiða allar greiðslur sem berast frá þér, þar á meðal sendingarkostnað, með eftirfarandi takmörkunum: við endurgreiðum aðeins kostnaðinn við venjulega afhendingu en ekki neinn aukakostnað sem hlýst af vali þínu á annarri afhendingarmáta. Venjuleg sendingarmáti er ódýrasti valkosturinn í afgreiðslu ferlinu.

8.5. Ef þú notar réttinn þinn til að falla frá samningi í tengslum við aðeins hluta af vörum sem eru innifaldar í kaupum þínum (skilað að hluta), endurgreiðum við þér ekki sendingar-, meðhöndlunar- eða greiðslukostnað nema að því marki að þú hafir greitt viðbótar skyldukostnað sérstaklega fyrir vöru/vörur sem þú skilar, svo sem meðhöndlunargjald fyrir stærri/þyngri vörur.

8.6. Ef þú vilt nýta réttinn til skila eftir að lögbundni 14 daga rétturinn til að falla frá samningi er liðinn getur þú gert það í allt að 30 daga eftir afhendingu vörunnar, að því gefnu að varan sé ónotuð, í upprunalegu ástandi og í upprunalegum umbúðum.

8.7. Fyrir ákveðnar vörur gildir hvorki rétturinn til að falla frá samningi né skilaréttur. Ef vara hentar ekki til skila af heilsu- og hreinlætisástæðum getur þú ekki skilað vörunni ef þú hefur rofið innsiglið á vörunni. Þá hefur þú ekki möguleika á að skila vöru sem hefur verið framleidd í samræmi við þínar leiðbeiningar eða ber að öðru leyti skýrt auðkenni þitt. Ef rétturinn til að falla frá samningi eða rétturinn til að skila á ekki við, mun það koma fram í tengslum við vöruna.

Skilagjöld og hvernig á að skila

8.8 Til þess að nýta afturköllunar- og skilaréttinn þinn verður þú að skrá skil á My Boozt reikningnum þínum. Til að auðvelda meðhöndlun mælum við með því að þú sendir vöruna til baka til okkar með fyrirframgreidda skilamiðanum sem fylgdi pakkanum eða er fengin frá Boozt.

8.9 Þegar þú notar fyrirframgreiddan skilamiðann til að senda vöruna til baka til okkar verður skilagjald að upphæð 2.300 ISK dregið frá heildarupphæðinni sem á að endurgreiða þér. Vinsamlega athugið að ef þú notar fleiri en einn fyrirframgreiddan skilamiða, til dæmis ef þú skilar mörgum vörum úr pöntun og sendir þær ekki allar í einni sendingu, þá verður dregið frá skilagjaldi fyrir hvern skilamiða sem notaður er. Ef þú notar ekki fyrirframgreidda skilamiðann þarf að greiða fyrir skilasendinguna þegar þú notar lagalegan afturköllunarrétt eða skilarétt. Heimilisfang okkar er Boozt Fashion AB, Produktionsvägen 10 B, 262 78 Ängelholm, Svíþjóð. Þú berð ábyrgð á tjóni eða tapi á meðan á endursendingu stendur vegna gáleysis þíns, til dæmis þegar þú velur flutningsaðila eða þegar þú merkir eða pakkar vörunni.

8.10 Til viðbótar við skylduskráninguna á My Boozt reikningnum þínum getur þú einnig notað staðlaða eyðublaðið til að nýta afturköllunarréttinn sem veittur er í lok þessara kaupskilmála (samskiptaupplýsingar okkar eru settar fram í kafla 1.2). Þú getur líka haft samband við okkur í gegnum samskiptaeyðublaðið á vefsíðunni, með því að skrifa okkur í spjallinu okkar eða með því að hafa samband við okkur með tölvupósti eða síma gegnum tengiliðaupplýsingarnar sem settar eru fram í kafla 1.2. Hins vegar er lögboðin skráning á skilum þínum á My Boozt reikningnum þínum fullnægjandi. Hér eru ítarlegri upplýsingar um hvernig þú getur nýtt afturköllunarrétt þinn.

Endurgreiðsla þín

8.11. Ef þú notar rétt þinn til að falla frá samningi innan 14 daga höfum við rétt á að draga frá þá upphæð sem verðmæti vörunnar hefur lækkað um ef þú hefur notað vöruna meira en nauðsynlegt er til að meta eðli hennar, gæði og virkni. Slíkur frádráttur er gerður í samræmi við verðmæti vörunnar við skil samanborið við upphafleg verðmæti við kaup. Ef þú vilt skila kaupum eftir að 14-daga lögbundni rétturinn til að falla frá samningi er liðinn átt þú, með rétti okkar til skila, rétt á endurgreiðslu í allt að 30 daga frá þeim tíma sem þú fékkst vöruna afhenta að því gefnu að varan er ónotuð, í upprunalegu ástandi og í upprunalegum umbúðum.

8.12. Þegar þú notar rétt þinn til að falla frá samningi innan 14 daga munum við, í gegnum greiðsluþjónustuveitanda okkar, endurgreiða þér innan 14 daga frá þeim degi sem þú tilkynntir okkur um að þú vildir hætta við kaup eða að þú vildir nýta rétt þinn til að skila. Hins vegar munum við ekki endurgreiða fyrr en við höfum móttekið endursendu vöruna eða þú hefur sýnt fram á að þú hafir sent hana til okkar. Endurgreiðslur verða gerðar til þín með sama greiðslumáta og þú valdir við kaupin, nema um annað sé samið. Athugaðu að það gæti tekið nokkra daga til viðbótar fyrir greiðsluþjónustuveitanda okkar að sjá um endurgreiðsluna, eftir því hvaða greiðslumöguleika þú valdir við kaup.

8.13. Þegar þú notar rétt þinn til að skila umfram fyrstu 14 dagana munum við bíða eftir skiluðu vörunni og skoða hana áður en við göngum frá endurgreiðslu. Við samþykkjum eingöngu skilin og framkvæmum endurgreiðslu ef varan er ónotuð, í upprunalegu ástandi og í upprunalegum umbúðum.

9. Kvartanir

9.1. Ef eitthvað er að vörunni þinni hefur þú rétt á að kvarta yfir rangri vöru í samræmi við skyldubundna neytendaverndarlöggjöf sem gildir í því landi þar sem þú hefur venjulega búsetu. Þú sem býrð á Íslandi hefur rétt á að kvarta í tvö ár frá þeim degi sem þú veittir vörunni viðtöku.

9.2. Til þess að kvarta mælum við með að þú hafir samband við okkur í gegnum samskiptaeyðublaðið á vefsíðunni eða með því að hafa samband í tölvupósti á samskiptaupplýsingarnar sem eru settar fram í kafla 1.2. Þjónustudeild okkar mun síðan hjálpa þér frekar með kvörtun þína. Heimilisfang okkar er Boozt Fashion AB, Produktionsvägen 10 B, 262 78 Ängelholm, Svíþjóð. Ef þú vilt kvarta yfir vöru, vinsamlegast hafðu samband við okkur eins fljótt og auðið er eftir að þú hefur uppgötvað mistökin. Frestur þinn til að leggja fram kvörtun er aldrei styttri en tveir mánuðir frá því að þú varðst var við mistökin.

9.3. Þegar varan sem kvartað er yfir hefur verið móttekin og staðfest hefur verið að kvörtunin er réttmæt munum við endurgreiða þér í samræmi við gildandi lög. Þetta þýðir að gölluð vara verður lagfærð eða við munum skipta út vörunni fyrir nýja. Ef hvorugur þessa valkosta er mögulegur hefur þú rétt á að krefjast verðlækkunar sem samsvarar gallanum eða að hætta við kaupin í samræmi við gildandi lög. Þú átt einnig rétt á skaðabótum vegna tjóns þíns í samræmi við gildandi lög. Vinsamlegast athugaðu að við höfum rétt á að hafna kvörtun ef í ljós kemur að varan er ekki gölluð samkvæmt gildandi lögum. Ef krafan er ekki réttlætanleg samkvæmt neytendaverndarlöggjöf höfum við rétt á að leggja á gjald að fjárhæð 3.000 ISK sem samsvarar kostnaði okkar við að senda vöruna.

10. Stefna um sanngjarna notkun

10.1. Til þess að mega versla á Boozt:

·  máttu ekki gera tilraun til að fremja svik eða haga þér á annan hátt með þeim ásetningi að brjóta gildandi lög,

·  máttu ekki gefa ranga eða villandi mynd af þér eða þykjast ranglega vera neytandi,

·  máttu ekki beita óþarfa þrýstingi eða hóta starfsfólki okkar í tengslum við kaup og skil eða í sambandi við þjónustuver okkar, og þá

·  skaltu ætla þér að halda vörunum sem þú pantar. Það að þú skulir ætla þér að halda vörunum sem þú pantar kemur aldrei í veg fyrir að þú getir neytt lagalegs réttar þíns til að falla frá samningi. Þú hefur alltaf rétt á lögbundnum rétti þínum til þess að falla frá samningi og á ókeypis skilum Boozt í samræmi við kaupskilmála okkar.

·  Ef þú ætlar halda vörunum sem þú pantar. Það að þú skulir ætla þér að halda vörunum sem þú pantar kemur aldrei í veg fyrir að þú getir neytt lagalegs réttar þíns til að falla frá samningi. Þú hefur alltaf rétt á lögbundnum rétti þínum til þess að falla frá samningi og á skilum Boozt í samræmi við kaupskilmála okkar

Framangreind atriði eru nefnd „Stefna okkar um sanngjarna notkun“.

10.2. Hegðun sem getur talist brotleg við stefnu okkar um sanngjarna notkun er t.d.:

·  tilraun til svika í tengslum við skil, s.s. skipti/falsanir á merkimiðum og verðmiðum og rangar fullyrðingar um týndar vörur,

·  að þykjast ranglega vera neytandi til að versla en síðan, t.d., markaðssetja eða endurselja vörurnar innan ramma reksturs,

·  að kaupa vörur til að ljósmynda þær í viðskiptum og skila síðan vörunum ranglega með vísan til réttarins til að falla frá samningi, sem á eingöngu við um neytendur,

·  tilraun til svika í þeim tilgangi að fá bónuspunkta eða með því að misnota afsláttarkóða, gjafir og tilboð eða hvetja til/eiga þátt í falskri pöntun til að fá bætur frá okkur,

·  tilraunir til að hafa ótilhlýðileg áhrif á starfsfólk okkar eða hóta því til að fá aukinn skilarétt miðað við kaupskilmála okkar eða tilskilin lög, og

·  óhófleg og óeðlileg kaup- og skilahegðun sem bendir til þess að viðskiptavinur hafi ekki ætlað sér að halda eftir pöntuðum vörum.

10.3. Boozt hefur rétt á að hafna pöntun og ber engin skylda til að gera sölusamning á vefsíðunni. Boozt selur eingöngu til neytenda og kaup teljast ekki bindandi fyrr en þú hefur fengið loka pöntunarstaðfestingu ásamt kvittun frá okkur. Boozt getur hafnað pöntunum frá viðskiptavinum þar sem við höfum rökstuddan grun um að viðskiptavinurinn brjóti gegn stefnu okkar um sanngjarna notkun.

10.4. Mat okkar á því hvort þú sért brotleg/ur við stefnu okkar um sanngjarna notkun byggist á ýmsum forsendum, sem eru án mismununar. Þessi viðmið taka kerfisbundna frávikshegðun til skoðunar. Bæði starfsfólk okkar og algrími sem les óeðlilegt mynstur í kaup- og skilahegðun viðskiptavina okkar geta borið kennsl á pöntun sem hætta er á að verði hafnað vegna stefnu okkar um sanngjarna notkun. Algrímið skoðar og vinnur persónuupplýsingar í formi kauptíðni og kauptíma, pöntunarsamsetningu, skilaferils og tilrauna til sniðgöngu með fölskum auðkennum. Endanlegt mat á því hvort samþykkja eigi pöntunina eða hafna henni er ávallt gert af starfsfólki okkar. Ef pöntun þinni er hafnað færðu tilkynningu með tölvupósti sem sendur er á netfangið sem þú gafst upp við pöntun. Þegar við höfum tilkynnt að við höfum neitað þér að versla hjá okkur gildir ákvörðunin óháð prófíl eða netfangi. Óheimilt er að reyna að sniðganga þessa ákvörðun á nokkurn hátt, t.d. með því að koma fram í nafni einhvers annars, þar sem það er í sjálfu sér sérstakt brot á stefnu okkar um sanngjarna notkun.

10.5. Boozt Fashion AB, með fyrirtækjanúmer 556710-4699, er ábyrgðaraðili þeirrar vinnslu persónuupplýsinga sem fer fram vegna stefnu okkar um sanngjarna notkun. Þú getur lesið meira um hvernig við vinnum persónuupplýsingar þínar og hvaða réttindi þú hefur í persónuverndarstefnu okkar. Tilgangurinn með vinnslu á persónuupplýsingum þínum er að viðhalda stefnu okkar um sanngjarna notkun og er grundvöllur fyrir vinnslunni lögmætir hagsmunir. Við höfum lögmæta hagsmuni af því að geta stöðugt metið og brugðist við ef um tilraun til svika eða lögbrota er að ræða og að öðru leyti að viðhalda stefnu okkar um sanngjarna notkun. Þegar við metum hvort þú hafir brotið gegn stefnu okkar um sanngjarna notkun vinnum við með sögulegar og núverandi upplýsingar um kaup- og skilahegðun þína í eitt ár. Í sumum tilfellum gætum við hins vegar unnið upplýsingarnar í lengri tíma, t.d. ef kauphegðun er óljós eða okkur grunar langtímabrot á stefnu okkar um sanngjarna notkun eða ef þú, sem viðskiptavinur, biður okkur um að endurskoða mat okkar með eldri upplýsingum. Upplýsingar um að þér hafi verið synjað um að versla hjá okkur vegna stefnu okkar um sanngjarna notkun geta verið varðveittar í allt að þrjú ár frá þeim degi sem þér var síðast hafnað.

10.6. Við leitumst við að gera matið eins sanngjarnt og nákvæmt og mögulegt er ef við höfum rökstudda ástæðu til að gruna að þú sért að brjóta stefnu okkar um sanngjarna notkun. Þú hefur alltaf rétt á því að óska eftir því að við endurskoðum mat okkar með því að hafa samband með tölvupósti eða í síma í samskiptaupplýsingarnar sem settar eru fram í kafla 1.2.

10.7. Vinsamlegast athugaðu að stefna okkar um sanngjarna notkun kemur aldrei í veg fyrir að þú getir neytt lögbundins réttar þíns til að falla frá samningi í 14 daga eða skila Boozt sem gildir í 30 daga ef þú hefur gert bindandi kaup hjá okkur. Hins vegar getur stefna okkar um sanngjarna notkun í sérstökum tilvikum komið í veg fyrir að þú getir gert samning við okkur.

11. Skyldur okkar

11.1. Ef einhver galli er á vörunni þinni eða ef afhendingu seinkar erum við ábyrg fyrir tjóninu sem þú varðst fyrir vegna gallans eða tafarinnar í samræmi við skyldubundna neytendaverndarlöggjöf. Hins vegar erum við aðeins ábyrg fyrir tjóni að því marki sem þú hefur gert sanngjarnar ráðstafanir til að takmarka tjón þitt. Við berum því ekki ábyrgð á tjóni sem þú hefðir getað forðast með því að gera sanngjarnar ráðstafanir.

11.2. Við erum ekki ábyrg fyrir tjóni af völdum ófyrirséðra aðstæðna sem við höfum ekki stjórn á, t.d. stríða, náttúruhamfara eða heimsfaraldurs sem er skilgreindur svo af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, sem við hefðum ekki með sanngjörnum hætti getað séð fyrir (Force Majeure). Hins vegar hefur þú alltaf rétt á að hætta við kaupin í samræmi við skyldubundna neytendaverndarlöggjöf.

12. Sérstök skilyrði fyrir klúbbinn Boozt

 

12.1 Með því að gerast meðlimur í Club Boozt muntu, sem viðskiptavinur, ganga í vildarkerfi Boozt sem veitir þér aðgang að auka afslætti, fríðindum og persónulegri verslunarupplifun.

 

12.2. Aðild að klúbbnum Boozt er ókeypis og engin kaup eru nauðsynleg til að gerast meðlimur. Auk almennra fríðinda hjá Club Boozt getur Boozt boðið upp á úrvals greidda valmöguleika til að gera upplifun þína enn sérstakari. Club Boozt takmarkast við kaup á boozt.com sem og boozt.com appinu.

 

12.3. Club Boozt gerir þér kleift að vinna þér inn stig með hverjum kaupum sem kláruð eru og nota þessa punkta til að kaupa „Boozter“ fríðindi. Punktarnir þínir eru reiknaðir út frá kaupum á undanfarandi 12 mánaða tímabili og 1 punktur jafngildir 4 kr eytt. Punktarnir eru tiltækir fyrir þig til að nota þegar 30 daga skilatímabilinu er lokið, þar sem þeir eru fengnir miðað við verðmæti fullgerðra kaupa sem ekki hefur verið skilað.

 

12.4. Þegar Boozter er keyptur geturðu notað hann í eins mörg kaup og þú vilt þar til gildistíma Boozter lýkur. Þú munt fá upplýsingar um gildistímann þegar þú kaupir Boozter og þú getur alltaf athugað þann tíma sem eftir er þegar þú smellir á Boozter sem þú hefur áður keypt. Þú getur aðeins notað einn Boozter fyrir hvert kaup. Þú getur valið að fjarlægja Boozter sem þú hefur áður keypt áður en gildistíminn rennur út, en punktarnir sem þú hefur notað til að kaupa slíkan Boozter með verða ekki skilaðir til þín ef Boozterinn hefur ekki verið notaður

 

12.5. Boozters geta falið í sér aðskilin skilyrði eða takmarkanir fyrir notkun eins og tilgreint er í lýsingu á Boozter. Þú samþykkir þessi skilyrði þegar þú kaupir Boozter.

 

12.6. Punktarnir sem þú hefur aflað þér ásamt Boozters hafa ekki peningalegt gildi og ekki er hægt að skipta þeim í reiðufé.

 

12.7. Aðild þín að Club Boozt er háð þessum skilmálum sem og öðrum reglum, reglugerðum, stefnum (þar á meðal Fair Use stefnu okkar), sem Boozt hefur tekið upp eða samþykkt af þér þegar þú tekur þátt í tilboðum, verðlaunum, kaupum eða annari tengdri þjónustu. Boozt áskilur sér rétt til að segja upp aðild þinni eða hætta rétti þínum til að gerast meðlimur í Boozt-klúbbnum í framtíðinni ef við uppgötvum brot á skilmálum og skilyrðum. Ef aðild þinni að Club Boozt er sagt upp falla öll áunnin stig og áður keyptir Boozters fyrirgert.

 

12.8. Klúbburinn Boozt takmarkast við eina aðild á mann og skráð netfang. Aðild þín að Club Boozt er persónuleg, óframseljanleg sem þýðir að ekki er hægt að framselja hana til annars aðila eða félaga í Club Boozt.

 

12.9. Club Boozt er fáanlegt „eins og það er“ og getur verið háð svæðisbundnu framboði. Boozt getur, að eigin vild, sagt upp, breytt, takmarkað, frestað eða breytt Club Boozt án nokkurs fyrirvara til þín.

 

13. Um kaupskilmála þessa

13.1. Við höfum rétt á að breyta þessum kaupskilmálum, en kaupskilmálarnir sem þú samþykktir þegar þú gekkst frá kaupum munu ávallt gilda um þau kaup. Allar breytingar verða tilgreindar í nýjustu útgáfu kaupskilmálanna á vefsíðunni. Breytingar munu taka gildi frá þeim tíma sem þú hefur samþykkt kaupskilmálana, þ.e. í tengslum við að þú gerir ný kaup á vefsíðunni.

13.2. Kaupskilmálar þessir skulu túlkaðir og þeim beitt í samræmi við íslensk lög. Ef einhver ákvæði í þessum kaupskilmálum myndu teljast ógild eða óframfylgjanleg af þar til bærum dómstóli, yfirvaldi eða öðrum úrskurðaraðila til úrlausnar deilumála utan dómstóla, munu aðrir hlutar þess ákvæðis og öll önnur ákvæði þessara kaupskilmála halda gildi sínu og möguleikanum á að framfylgja þeim í samræmi við gildandi lög.

14. Spurningar, kvartanir og deilumál

14.1. Þér er velkomið að hafa samband við okkur ef þú hefur einhverjar spurningar eða kvartanir varðandi pöntunina þína. Þú getur auðveldlega náð á okkur í gegnum samskiptaupplýsingarnar sem koma fram í upphafi þessara kaupskilmála.

14.2. Komi upp ágreiningur fylgjum við ákvörðunum frá úrskurðaraðilum til úrlausnar deilumála utan dómstóla. Til að fá aðgang að úrskurðaraðila til úrlausnar deilumála utan dómstóla í þínu landi, smelltu hér . Þar sem Boozt hefur staðfestu í Svíþjóð getur þú haft samband við Kærunefnd neytenda (ARN). Þú getur haft samband við ARN í gegnum heimasíðu þeirra eða með því að senda bréf á Box 174, 101 23 Stokkhólmi, Svíþjóð.

14.3. Þú hefur einnig tækifæri til að kvarta í gegnum vefsvæði ESB til lausnar deilumála á netinu, sem þú getur nálgast hér.

14.4. Þrátt fyrir ofangreint er einnig hægt að leysa hvers kyns deilur fyrir þar til bærum dómstólum þar sem viðskiptavinurinn á lögheimili.

________________________

Staðlað eyðublað

—Til:

Boozt Fashion AB

Produktionsvägen 10 B, 262 78 Ängelholm, Svíþjóð

customerservice_is@boozt.com

— Ég/Við (*) tilkynni/tilkynnum (*) hér með að ég/við (*) óska/óskum (*) eftir að falla frá samningi mínum/okkar (*) um sölu á eftirfarandi vöru (*)/um veitingu eftirfarandi þjónustu (*):

— Sem voru pantaðar hinn (*)/mótteknar hinn (*):

— Nafn neytanda/neytenda:

— Heimilisfang neytanda/neytenda:

— Undirritun neytanda/neytenda (einungis ef þetta eyðublað er á pappírsformi):

— Dagsetning:

Ertu ekki ennþá búin/n að finna rétta svarið? Leyfðu okkur að hjálpa þér! Sendu okkur tölvupóst
Við svörum venjulega innan 3 virkra daga.
Eins og stendur er svartími okkar lengri vegna mikils fjölda fyrirspurna.
Hvernig getum við aðstoðað þig?
Er í lagi að við svörum á ensku? Sama þjónusta, fljótlegra svar!
Við staðfestum að við höfum móttekið skilaboðin þín.
Aðrir möguleikar til að hafa samband